23 október 2007

Afrakstur nýafstaðinnar veiðiferðar




Það var gott að aka heim, með 5 fiska í farteskinu.

Ég og Erling fórum að ábendingu hins síðari í áhugaverða veiðiá rétt fyrir utan bæinn Selfoss.
Veiðisumarið mitt hafði ekki farið eins og ég óskaði... Veiðst hafði aðeins nokkrir litlir aumingjalegir hálfsjúkir vatnabúar, hér og þar.
Mig dagdreymdi um stóra tignarlega, flotta og bragðgóða ár-og vatnahöfðingja sem höfðingynjur.
Allt kom fyrir ekki... Reynt var í hin ýmsu vötn, ár prufaðar og karlinn gekk heim á leið, annað hvort með öngulinn fastan í bakhlutann eða klénan afla í lófa...

Eftir ábendingu tengdó um stað sem gefið hafði honum einhverjum dögum áður veiðilega, fagra og væna fiska, stóð mínum ekki á sama... Svo í kjölfar spennandi veiðisagna og boð um að dagur væri laus í veiði (þrátt fyrir fullbókanir út veiðitímabilið), þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar og boðið þegið fagnandi!

Þetta var svo afraksturinn sem ég allmontinn segi, hefur tryggt hlýja minningu um liðið veiðisumar, er rökkrið og kuldinn sækir á í vetur.


Náði þér! Erling með ,,boltann" rúm 6 punda og 66 sm. nýlega runninn lax!


Aflinn okkar!


Ég vil þakka Erling fyrir sælulegt og óeigingjarnt boð og mettandi veiðidag...


Kominn heim í kotið með ,,höfðingjann", rúm 6 punda, 62 sm. urriða!

... ,,glaður geng ég heim"

Karlott