14 mars 2006

Í læri hjá Kidda kokk

Var nýlega í hnýtingahittingi hjá yfirmatráðsmanni Landsbanka Íslands. Fékk að smeygja mér inn í rótgróinn fluguhnýtingakarlahóp og hafði afar gaman af!
Við sátum inní breyttum bílskúr nokkrir saman og sumir hnýttu en aðrir skiptust á upplýsingum um ýmsar ár og sagðar voru veiðisögur...

Ég fékk aftur leiðbeiningar um hnýtingu peacock-fluguna en tengdapabbi sýndi mér fyrstur manna hvernig ætti að fara að... svo var hnýtt fjórar ,,black-killer"... hljómar grimm!

Kannski maður smeygir sér inní hópinn að nýju seinna.....

Góða skemmmtun!