27 október 2005

Hið óupplifða!

Nú þegar silungatímabilið er búið samkvæmt töflum... og vetur er framundan, verður kannski lítið af fluguveiðimyndum... en, sjóstangaveiðin frá ströndum, töngum og skerjum er alltaf heillandi og mun ég reyna að birta einhverjar veiðilegar myndir úr þeim ævintýraferðum mínum í vetur...

...sú veiði er að mínu mati vanmetin en afar skemmtileg!

Þorskar, ýsur, ufsar og skvísur.

Þetta fyrsta þrennt veiði ég en
hið síðara á ég!

Karlott krækjari

02 október 2005

Veiðiferð með tengdapabba...

Og fyrsta alvöru prófunin á flugustönginni! Bleikjan á myndinni tók flugu sem ég og Petra Rut hönnuðum saman, ekki slæmt!

Flugan sem bleikjan veiddist á er neðri flugan á myndunum fyrir neðan.




...svo náðist sjóbirtingurinn á flæðamús...

Þetta var alveg frábær ferð og bjargaði veiðisumrinu...