23 október 2007

Afrakstur nýafstaðinnar veiðiferðar




Það var gott að aka heim, með 5 fiska í farteskinu.

Ég og Erling fórum að ábendingu hins síðari í áhugaverða veiðiá rétt fyrir utan bæinn Selfoss.
Veiðisumarið mitt hafði ekki farið eins og ég óskaði... Veiðst hafði aðeins nokkrir litlir aumingjalegir hálfsjúkir vatnabúar, hér og þar.
Mig dagdreymdi um stóra tignarlega, flotta og bragðgóða ár-og vatnahöfðingja sem höfðingynjur.
Allt kom fyrir ekki... Reynt var í hin ýmsu vötn, ár prufaðar og karlinn gekk heim á leið, annað hvort með öngulinn fastan í bakhlutann eða klénan afla í lófa...

Eftir ábendingu tengdó um stað sem gefið hafði honum einhverjum dögum áður veiðilega, fagra og væna fiska, stóð mínum ekki á sama... Svo í kjölfar spennandi veiðisagna og boð um að dagur væri laus í veiði (þrátt fyrir fullbókanir út veiðitímabilið), þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar og boðið þegið fagnandi!

Þetta var svo afraksturinn sem ég allmontinn segi, hefur tryggt hlýja minningu um liðið veiðisumar, er rökkrið og kuldinn sækir á í vetur.


Náði þér! Erling með ,,boltann" rúm 6 punda og 66 sm. nýlega runninn lax!


Aflinn okkar!


Ég vil þakka Erling fyrir sælulegt og óeigingjarnt boð og mettandi veiðidag...


Kominn heim í kotið með ,,höfðingjann", rúm 6 punda, 62 sm. urriða!

... ,,glaður geng ég heim"

Karlott

14 mars 2006

Í læri hjá Kidda kokk

Var nýlega í hnýtingahittingi hjá yfirmatráðsmanni Landsbanka Íslands. Fékk að smeygja mér inn í rótgróinn fluguhnýtingakarlahóp og hafði afar gaman af!
Við sátum inní breyttum bílskúr nokkrir saman og sumir hnýttu en aðrir skiptust á upplýsingum um ýmsar ár og sagðar voru veiðisögur...

Ég fékk aftur leiðbeiningar um hnýtingu peacock-fluguna en tengdapabbi sýndi mér fyrstur manna hvernig ætti að fara að... svo var hnýtt fjórar ,,black-killer"... hljómar grimm!

Kannski maður smeygir sér inní hópinn að nýju seinna.....

Góða skemmmtun!

30 janúar 2006

Nú þarf að fara hnýta....

...flugur fyrir sumarið!

Hef ekki lengi hnýtt og alveg komin tími á það!

Þarf að hóa saman hnýtinga og skiptast á handbrögðum... maður verður
að hafa smá ,,lager" þegar að veiðunum kemur í vor og yfir sumarið!

Mig hlakkar til!

Ef Guð lofar, þá verður varið að veiða hingað og þangað! Mig langar til að fara
með minni heitelskuðu og börnum, en einnig félaga mínum Ingvari sem og bróður mínum honum Auðuni... þarf að ræsa fiskagenið í honum....hm...

Annars, er næstum því tími núna til að veiða!
Þvílíkt vorveður að maður á ekki orð....

Þar til næst,

flugur og spónar
ég veiði allt með ugga
en slitni línan
þá brosi ég bara....

27 október 2005

Hið óupplifða!

Nú þegar silungatímabilið er búið samkvæmt töflum... og vetur er framundan, verður kannski lítið af fluguveiðimyndum... en, sjóstangaveiðin frá ströndum, töngum og skerjum er alltaf heillandi og mun ég reyna að birta einhverjar veiðilegar myndir úr þeim ævintýraferðum mínum í vetur...

...sú veiði er að mínu mati vanmetin en afar skemmtileg!

Þorskar, ýsur, ufsar og skvísur.

Þetta fyrsta þrennt veiði ég en
hið síðara á ég!

Karlott krækjari

02 október 2005

Veiðiferð með tengdapabba...

Og fyrsta alvöru prófunin á flugustönginni! Bleikjan á myndinni tók flugu sem ég og Petra Rut hönnuðum saman, ekki slæmt!

Flugan sem bleikjan veiddist á er neðri flugan á myndunum fyrir neðan.




...svo náðist sjóbirtingurinn á flæðamús...

Þetta var alveg frábær ferð og bjargaði veiðisumrinu...

30 september 2005

Við Petra Rut sátum saman og fengum hugmyndir...


... og þetta er sameiginleg útkoma:



Ekki slæmt!

27 september 2005

Freisting...

Þessa gerði ég hér um daginn, þann 21. sept.



Mikil freisting fyrir sjóbirtingin (vona ég...)

Flugukassinn er kominn til landsins!

Hér er áætlunin að setja myndir af flugum sem ég hef verið að hnýta og ef Guð lofar einnig myndir af veiðiferðum og þess háttar.

Hæfattírífattiralllala